Facebook

Þar sem facebook hefur heltekið tölvuna mína þá hef ég ekki beint verið að blogga. Á facebook sér maður hvað allir eru að gera þá stundina, myndir og fleira...

 Hver er þá ástæðan til að blogga ? Engin...

 Svo þetta verður kveðjublogg :) 

Síðust daga og vikur hef ég verið að vinna að lokaverkefni mínu í Listaháskólanum í arkitektúr. Búin að skila BA ritgerðinni og núna er bara að MASSA verkefnið ... sem er Borgarbókasafn á lóð bílastæðahússins Traðarkots við Hverfisgötu.

Ásamt því að vera á fullu í lokaverkefninu, fjúgandi á milli landshluta, hanga á facebook, eyða tíma með barninu mínu og lifa þá hef ég gjörsamlega tapað mér í ræktinni. Það er bara annað hvort að taka verkjatöflu eða fara í ræktina. Fer í spinning tíma á mánudögum, þriðjudögum, fimmtudögum, föstudögum og sunnudögum þess á milli fer ég í morguntíma... Orðin nett geðveik, þetta er bara svo gaman. Ætla að vera í mínu besta formi í sumar, hlaupandi um stræti og arkandi upp fjöll :) Mér hefur aldrei liðið eins vel.

lokaverkefnid

 Svona lítur bókasafnið mitt út í dag, margt sem ég á eftir að breyta og bæta. 

 

 

 

 

 

 

 

Næsta helgi verður þrusu helgi, þá fer ég í vísindaferð með LHÍ, á frænkudjamm og sennilega á GUS GUS á NASA - úje ;)  

Jæja ég er alveg sokkin ofan í þáttinn Sommer svo ég segi bara LATER ;)

kv. Tinna Brá 

 


Bull og vitleysa

Þar sem að ég hef aldrei tekið þátt í svona klukk rugli þá er best að ljúka því af núna Smile

1. Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina: 

Rækjuvinnsla

Búðakona í ýmsum verslunum 

Teikna innréttingar 

Arkitektanemi 

 

2. Fjórar íslenskar bíómyndir sem ég held upp á:

Verð að vera sammála Maríu með þetta.

Með allt á hreinu
Sódóma

Dalalíf

Stella í Orlofi


3. Fjórir staðir sem ég hef búið á:

Stykkishólmur

Reykjavík

Kópavogur 

Akureyri



4. Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:


Stykkishólmur

Óðalið - Brekkuskógur

Dalvík

Hlíðarfjall

 

5. Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:

Californication

Klovn
Anna Pihl

Arrested development

 

6. Fjórar síður sem ég skoða daglega:

www.mbl.is
www.facebook.com
www.myschool.lhi.is

www.ja.is

 

7. Fernt matarkyns sem ég held upp á:

Lambafile

nautalund

Quesadillas

BBQ svínaréttur TinnU

 

8. Fjórar bækur/blöð sem ég held upp á/les oft:

LES EKKI BÆKUR !!

 

 

9. Fjórir staðir sem ég vildi vera á núna:

Á Florida að slappa af við sundlaugina hjá Siggu ömmu

Heima hjá mömmu að borða mömmumat og knúsa Breka

Úti að hlaupa á snjólausri götu

Úti að borða á DOMO

 

10. Fjórir bloggarar sem ég á að klukka:

María klukkaði alla starfandi bloggara sem ég þekki nú orðið svo ... ekkert klukk.

 


Uppsagnir

Það hlýtur að vera hræðilegt að vera búinn að vinna í heilan mánuð og fá ekki útborgað. Það hlýtur að vera enþá verra að vera búinn að vinna í heilan mánuð, eiga íbúð með erlendum lánum og bíl á erlendum lánum og vinna hjá BT !! 

Það versta í þessari kreppu er að missa vinnuna. 

Það eru nokkrir í minni fjölskyldu búnir að missa vinnuna, þekki nokkra sem eru nálægt mér sem eru orðin gjaldþrota og sem hafa þurft að koma heim úr námi. Þetta er e-ð svo sorglegt... maður þakkar bara fyrir á hverjum degi að við séum enþá með vinnu, það er það sem skiptir máli í dag. ( þarf ekki að tala um hitt sem skiptir máli, gerði það um daginn Smile )

Ég er búin að kaupa næstum allar jólagjafirnar og panta flug á vildarpunktum suður svo ég er búin að gera ráðstafanir til að spara sem mest Smile

Þessa vikuna er ég í fríi frá skólanum, þarf að vera dugleg að vinna í BA ritgerðinni.

LATER 


mbl.is BT í gjaldþrotaskipti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bílastæði

Mikið djöfulli er óþolandi að keyra um bílastæði þar sem er lagt illi í stæðin trekk í trekk, keyrði tvo hringi um allt bónus planið og 5 stk bílastæði voru ónothæf sökum þess hversu illa er lagt í þau. Fyrir utan það þá eru bílastæði á Íslandi almenn alltof lítil. Ég hef átt nokkra bíla í gegnum árin og var aldrei ánægð með stærð stæðisins nema þegar ég átti opel corsu smábíl. Hræðilegt að vera ólétt eða setja barn í bílstól þar sem hefur verið lagt illa nú eða fólk á stórum bílum eins og ég í dag. Svo við nefnum eitt dæmi af þessu bílastæðum, þá var greinilega kona búin að vera svo sniðug að bakka í stæðið, með þeim snilldartöktum að hún var rammskökk í stæðinu með bílastæðalínuna á miðjum bílnum ...

Fyrst ég er nú á annað borð að æsa mig yfir bílastæðum þá verð ég nú að segja að það er hræðilegt hvað við erum að eyða miklum landsvæðum undir bílastæði, afhverju er ekki hægt að grafa þetta undir byggingar? Það væri nú ágætt í skafrenning og snjó að geta lagt innandyra og sloppið svo svona veður með innkaupakerrur í afturdragi.

Ég fór fyrst að hugsa um þessi mál þegar ég sá tillögu að breyttu skipulagi íþróttavallarins hérna niðri í bæ á Akureyri, það var vilji fyrir því að þétta byggðina og stækka bæinn svolítið og þar kom Hagkaup með "æðislega" tillögu um nýtt húsnæði fyrir sína verslun. Þegar ég leit fyrst á tillöguna um fallegt hús sem var teiknað nánst inn í hlíðina með grasþaki og virkilega falleg bygging, veit ekki hver teiknaði. SKoðaði svo betur tillöguna og sá bílastæðið sem fylgdi tillögunni, það var svona 5x stærra en byggingin sjálf. Þarna átti að færa rök fyrir því að taka grænt svæði bæjarins og byggja á því og þétta byggðina. Ef það átti að gera það með þessu móti, planta svakalegum bílastæðaplönum og stórverslunum þá veit ég ekki hvað fólk er að hugsa. Sem betur fer var þetta ekki samþykkt og íþróttasvæðið er þarna enþá. 

Annars er ég fyrir norðan núna, voðalega heimkær og þreytt á þessu ferðalagi alltaf hreint. 

Kjallarinn gengur mjög vel, best að ég skelli myndum á eftir jafnvel Grin

Endilega tjáið ykkur um þessi mál

kv. Tinna Brá 


Djammarinn

Síðasta helgi var ansi hressileg, kíktum út bæði kvöldin eftir að hafa hangið heima hjá okkur stanslaust í tvær vikur, annað hvort ein í sitthvorum landshlutanum eða sitthvorri tölvunni :) hehe. Þess vegna er ansi gott að kíkja út á lífið, það var nú bara almennt fyllerí á föstudag, ekkert að gerast nema Einar var svo hress að hann stakk upp á krónuleik, það getur verið ansi hættulegt :) Laugardagskvöldið var svo hrikalega skemmtilegt kvöld, fórum á tónleika með Bloodgroup og skátar voru að hita upp. Djöfulli skemmti ég mér vel þetta kvöld, ansi þétt bönd. Stelpa í BG var líka svo hress að fá alla út á gólf til að dilla sér. 

 Síðasta vika var ansi hressileg í skólanum, byrjaði á sunnudegi þar sem að hollenskur gestakennari var með okkur þessa vikuna. Mjög gaman að fá svona úglenska kennara Grin Þeir eru með allt aðra sýn á Íslandi og Reykjavík og koma með skemmtileg innlegg í námið. Þessi vika var ansi erfið námslega og svo var ég extra lengi frá Krumma, það var alveg að fara með mig síðasta daginn en ég hafði þetta af Cool 

Í kvöld eru svo útgáfutónleikar á græna hattinum með Nýdönsk, við fórum á tónleika með Nýdönsk og sinfó fyrir nokkrum árum og svo í LA síðast vetur, ég hef aldrei orðið fyrir vonbrigðum heldur aðeins skemmt mér konunglega þar sem kjafturinn á Birni Jörundi getur verið ansi magnaður.

Heyrumst seina 

 

 


Reykjavík ó Reykjavík

Það er dálítið sérstakt að vera flutt til Akureyrar, maður er stöðugt að halda að maður sé að missa af öllu. Missa af öllu flottu búðunum, missa af öllum góðu kaffihúsunum, missa af mannlífinu... missa af vinunum og fjölskyldu.

 Núna er ég búin að vera í skólanum/Rvk síðan 25. ágúst. Síðan þá hef ég hitt vini mína 3 sinnum Smile Núna er ég hjá tengdó og veit ekkert hvað ég á að gera af mér því ég get ekkert gert í skólanum eins og staðan er núna með verkefnið. Fór svona að hugsa, tja ætti ég að hringja í einhvern...? fór svo að hugsa, það eru allir í sínu eðlilega lífi að koma heim úr vinnu eða skóla, sinna börnunum eða köttunum sínum. Eru svo í rólegheitum að horfa á sjónvarpið/vinna eða læra. Þetta er nákvæmlega það sem ég geri. 

Ég er ekki að missa af neinu !! Það kemur reyndar fyrir að maður missir af afmælum og partý kannski.  

Það væri samt gaman að virkja aðeins vinskapinn eftir ársdvöl á Akureyri svona ef einhverjir eru ekki alltaf heima að deyja úr leti Wink Bara tómt klúður að hafa gleymt íþróttafötunum því ég ætlaði í badminton á miðvikudag með Völu og co og sjálf út að hlaupa. Ætla ekki að stökkva út í búð að versla nýtt sett... 

Jæja má ekki vera að þessu, þarf að knúsa tengdó.

 


Samdráttur

Mér finnst fullgróft að tala um Kreppu 

 

 

Svona á góðu nótunum..

Persónulega held ég að við mörg hver höfum gott af samdrætti. Að leyfa okkur ekki allt, maður fer að hugsa hvað er mikilvægt í lífinu á svona stundum. Auðvitað er fjölskyldan mikilvægust og auðvitað þarf maður ekki að fara til útlanda 3 sinnum á ári eða eiga tvo bíla t.d. Það hafa allir gott af því að fara sjaldar út að borða. 

Það sem er samt verra ef fólk missir vinnuna sína og getur ekki borgað af lánunum sínum.

Undanfarna daga hefur manni liðið undarlega, það er svoldið sérstakt að upplifa svona ástand. 

Vonum bara að þetta standi stutt yfir og flestir lifi þetta af Grin 

Kveðja frá Reykjavík 

 


Nýjar myndir af munkinum okkar

Myndir fyrir æsta aðdáendur

IMG 9699IMG 9697IMG 9698IMG 9702IMG 9701IMG 9704


Hvernig týpa ertu?

Það er alveg ótrúlegt hvað maður dæmir fólk eða heldur að fólk sé. Þú sérð einhvern gaur með pinna á milli augnanna og dæmir hann strax sem gaur ! Einhvern vandræða gemsa sem er sennilega með tattoo líka. En hann á nú 4 ára stelpu og er mjög hógvær og góður strákur. 

Var svona að velta þessu fyrir mér þar sem ég er ein ný í 14 manna hóp í arkitektúr. Hvað ætli fólk haldi um mig? ein spurði mig, bíddu ertu ekki einkaþjálfari, kannast svo við þig ... eeee nei.  Heyri það mjög oft að fólk kannist við mig, ég er sem sagt frekar venjuleg í útliti. En veit fólk að ég elska að hlusta á harðkjarna rokk, svona alvöru þungarokk. Mér finnst hrikalega gaman að keyra flotta bíla og þá hratt !! en samt er ég mjög bílhrædd með öðrum í hálku og svona. Veit fólk að ég á 1 árs strák og er utan af landi,,,, ehh sést langar leiðir enda algjört NERD Tounge 

Ég ætla á tónleika næstu helgi með þessu bandi á Græna hattinum, efast að einhver vilji koma með mér en Aldís virtist nú alveg vera game Grin

Fer suður á morgun og kem aftur norður á þrið. Stutt stopp og já ég tala mikið í áttum, landshlutum og spái mikið í veðrinu. 

kv. Tinna Brá

 


Brjálað að gera

Ég bjóst nú við því að þetta 3ja ár í arkitektúr yrði mér erfitt með grísling og Akureyri á bakinu á mér... en ekki alveg svona.

Ég kom heim í gær eftir 10 daga fjarveru þar áður hafði ég verið heima í 1 dag. Það er ótrúlega lýjandi að vera ekki heima hjá sér, hafa allt sem maður þarf. Svo ég tali nú ekki um hann Krumma, hriklega erfitt að sjá hann ekkert á daginn. EN það er mjög gaman í skólanum og alltaf gaman að takast á við krefjandi verkefni !! það er bara erfitt þegar maður er veikur sjálfur og gríslingur veikur 2 sinnum, Einar úti í Tékklandi og svona. Skil á mánudegi og ég alveg að bugast síðasta sunnudag.. 

Krummi er núna með magapest,ældi svakalega mikið í gær greyið. 

Framundan eru betri tímar þar sem ég verð í kúrs sem krefst ekki eins mikillar viðveru. 

Ætla á Brainpolice eftir tvær vikur !!!

 

kv. frá AK


Næsta síða »

Um bloggið

brabra bloggar

Höfundur

Tinna Brá Baldvinsdóttir
Tinna Brá Baldvinsdóttir
Er nemi í arkitektrúr á þriðja ári í Listaháskóla Íslands. Bý á Akureyri þessa stundina með börnunum mínum tveimur, Krumma og Einari :)
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • lokaverkefnid
  • lokaverkefnid.tiff
  • IMG_9968
  • IMG 9699
  • IMG 9697

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband