Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
14.5.2008 | 11:27
Útivera
Veðrið sem átti að vera í gær er greinilega í dag :)
Það er ekki amalegt að vera í "fæðingarorlofi" á svona dögum.
Þá byrjar maður daginn á útileikfimi uppi á Bjargi, hlupum upp og niður brekkur, tókum massa tröppu hlaup og svona göngu inn á milli. Það verður ekki meira hressandi að byrja daginn svona. Núna er ég að bíða eftir því að drengurinn fari út í vagn, þá ætla ég að fara út í sólbað. - SÖSS -
Svo verður farið í göngutúra, nudd og hangs í kvöld því maður er alltaf fastur heima þegar drengurinn er sofnaður :)
Kv. Tinna Tíbrá
13.5.2008 | 08:09
Hlaupagírinn
Jæja núna er veðrið komið til að vera, já eða sumarið. Það þýðir aðeins eitt. Tjellingin komin í hlaupagírinn ;) söss... Við Aldís ( vinnur með Einari ) tókum háskólahringinn sem er 6 km. Verð nú bara að segja að ég kom mér sjálfri á óvart. Mistökin sem ég hef sennilega alltaf verið að gera, skokka of hratt. Núna skokkuðum við með pace-ið í sirka 7. Já svona talar hlaupafólk :) hehe.
Ætlum að hlaupa aftur í dag, ég er reyndar að drepast í mjöðminni eftir þetta. Níræða tjellingin alltaf !!
Spáir all rosalegu veðri í dag eða 15 stiga hita og léttskýjað, sama veður á morgun og heiðskýrt. Það verður sko tanað sig í tætlur.
Lag dagsins - pump it ! það verður sko tekið á því :)
11.5.2008 | 19:16
Reykjavík Belfast
Þetta er lag dagsins !
10.5.2008 | 13:20
Gin og klaufaveiki
Þá er tjellingin norðan heiða komin með nýja síðu. Var ekki alveg að fíla allar breytingarnar á central og svo margt sem ég hefði þurft að taka út af síðunni, bara nenni því ekki. Gaman að breyta til, geta bloggað um fréttir sem maður sér á mbl.is og svona :)
Einar öflugi var að koma inn, hljóp 10 km á 52 mín. Mér finnst það klikkað góð framistaða. Ég er ekki búin að telja km sem ég hef hlupið en ég er ekki alveg komin í gírinn, fer ekki nógu reglulega. Fer bara í ræktina 3-4 í viku enþá í staðinn. Fer að breyta þessu :)
Krummi minn er sem sagt með gin og klaufaveiki, hljómar mjög fyndið og furðulega. Hann smitaðist af stelpu úr barnapössuninni. Var svakalega veikur á fimmtudag með 39.5 stiga hita, ældi og skalf allur. Var með niðurgang og lystalaus í gær og svakalega óvær greyið. Núna er hann kominn með bólgur í munninn og á erfitt með að borða. Líka með útbrot á fótum - hann er reyndar allur að koma til núna greyið, á bara svo erfitt með að borða og drekka. Greyið kallinn minn..
Annars er búið að vera snjókoma og leiðindavetrar gír í gangi hérna, ekki alveg að meika þetta rugl. Var sko 14 stiga hiti og sól í síðustu viku. Maður veit ekkert hvar maður hefur þetta veður hérna. VOna bara að sumarið verði betra hérna fyrir norðan en síðasta sumar.
Jæja fyrsta bloggið á nýrri síðu :)
Minni fólk að bóka sér helgi hérna fyrir norðan í sumar, allt að verða stútfullt ---- NOT ----- koma svo, skella sér norður. Mamma og pabbi verða hérna á bíladögum 15. júní. Annars ekkert planað:)
Tjellingin kveður að sinni
Um bloggið
brabra bloggar
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar