10.5.2008 | 13:20
Gin og klaufaveiki
Þá er tjellingin norðan heiða komin með nýja síðu. Var ekki alveg að fíla allar breytingarnar á central og svo margt sem ég hefði þurft að taka út af síðunni, bara nenni því ekki. Gaman að breyta til, geta bloggað um fréttir sem maður sér á mbl.is og svona :)
Einar öflugi var að koma inn, hljóp 10 km á 52 mín. Mér finnst það klikkað góð framistaða. Ég er ekki búin að telja km sem ég hef hlupið en ég er ekki alveg komin í gírinn, fer ekki nógu reglulega. Fer bara í ræktina 3-4 í viku enþá í staðinn. Fer að breyta þessu :)
Krummi minn er sem sagt með gin og klaufaveiki, hljómar mjög fyndið og furðulega. Hann smitaðist af stelpu úr barnapössuninni. Var svakalega veikur á fimmtudag með 39.5 stiga hita, ældi og skalf allur. Var með niðurgang og lystalaus í gær og svakalega óvær greyið. Núna er hann kominn með bólgur í munninn og á erfitt með að borða. Líka með útbrot á fótum - hann er reyndar allur að koma til núna greyið, á bara svo erfitt með að borða og drekka. Greyið kallinn minn..
Annars er búið að vera snjókoma og leiðindavetrar gír í gangi hérna, ekki alveg að meika þetta rugl. Var sko 14 stiga hiti og sól í síðustu viku. Maður veit ekkert hvar maður hefur þetta veður hérna. VOna bara að sumarið verði betra hérna fyrir norðan en síðasta sumar.
Jæja fyrsta bloggið á nýrri síðu :)
Minni fólk að bóka sér helgi hérna fyrir norðan í sumar, allt að verða stútfullt ---- NOT ----- koma svo, skella sér norður. Mamma og pabbi verða hérna á bíladögum 15. júní. Annars ekkert planað:)
Tjellingin kveður að sinni
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
brabra bloggar
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 378
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju með nýja bloggið, mjög töff.
Vonandi jafnar Krummi sig fljótt :)
Hanna Líba (IP-tala skráð) 10.5.2008 kl. 15:11
Til hammó með bloggið.
Valas (IP-tala skráð) 10.5.2008 kl. 16:02
VÁ hvað þetta er flott mynd af ykkur Krumma. Ég er alveg slefandi yfir henni, vel gerð og töff!!!!!!!!!!!!!!!
Pálína (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 14:56
velkomin á moggabloggið :)
Erna María Jensdóttir, 11.5.2008 kl. 18:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.