Portishead - Third

Ég hef svoldið verið að hlusta á nýju plötuna með Portishead. Þetta er náttúrlega frekar þunglyndisleg tónlist. Fór að hugsa hvað tónlist hefur mikil áhrif á líf manns (minningar) , síðast þegar ég hlustaði mikið á portishead bjó ég ein í kjallarkompu ný flutt til Reykjavíkur 16 ára ALEIN, stundum var ég svoldið mikið EIN og þá hlustaði ég á Portishead, svo kynntist ég fólki og hætti að hlusta á Portishead :) á sama tímabili hlustaði ég mikið á Weezer. EN þetta er alveg magnað þegar maður heyrir e-ð ákveðið lag þá fær maður minningarnar í kollinn. Ein góð er með Outkast hey ya - þegar ég og Berglind vorum að djamma mikið saman Smile those were the days ...

Silence með Portishead, finnst þetta eiginlega besta lagið. Elska trommu taktinn.

 

Í dag var hangið úti í góða veðrinu,  drengurinn er sko ekki til í að vera mikið inni, fer bara fyrir framan hurðina og vælir. Vill  út, alveg eins og einhver hundur Grin svo þegar ég er að labba heim upp tröppurnar með hann þá tjúllast hann, vill ekki fara inn. Keypti nefninlega rólu fyrir hann á staurinn úti í garði sem er algjör snilld. Svo chillaði ég aðeins í nýja garðstólnum mínum, tanaði mig og talaði í símann Cool

 

Góð uppskrift af því hvernig hægt er að eyða 30 þúsund kalli á 40 mínútum. Byrjar á því að taka bensín á bílinn, ferð svo og kaupir tvo garðstóla og plastrólu - 

Sem betur fer er búið að aflýsa kreppunni - fjúkk Cool

Auglýsi svo eftir skemmtiatriðum fyrir annað kvöld þar sem Einar verður í Reykjavík, hummm hverjum ætti ég að bjóða í heimsókn?? Einhverjum sem nennir að keyra í 4 tíma??

Allir velkomnir, líka í sumar ...

Kv. Tinna Tanaða 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

brabra bloggar

Höfundur

Tinna Brá Baldvinsdóttir
Tinna Brá Baldvinsdóttir
Er nemi í arkitektrúr á þriðja ári í Listaháskóla Íslands. Bý á Akureyri þessa stundina með börnunum mínum tveimur, Krumma og Einari :)
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • lokaverkefnid
  • lokaverkefnid.tiff
  • IMG_9968
  • IMG 9699
  • IMG 9697

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband