20.5.2008 | 12:54
Það er vont en það venst
Það verður að játast að ég var ekkert sérstaklega ánægð fyrstu mánuðina hérna á Akureyri síðasta sumar, með haustinu fór ég svo að hugsa... auðvitað gerir maður bara gott úr þessu á meðan er, vera svoldið jákvæð. Þó að maður hafi þurft að sleppa skólanum, vinum, fjölskyldu og menningu þá venst þetta bara vel.
Það er ótrúlega rólegt að búa hérna, svakalega fallegt að búa inn á milli fjalla innst í firðinum. Hugsaði á áðan þegar ég horfði á spegilsléttan fjörðinn/pollinn hvað það gefur manni mikið að hafa svona rólegt umhverfi í kringum sig virkar allavegana vel á stressaða manneskju, sem er ekki svo stressuð lengur í þessum rólega bæ. Það er t.d geggjað að keyra í bónus, bónus með view segir Einar alltaf, geggjað útsýnið þaðan út fjörðinn. Ótrúlega lítil umferð - minna stress, hægt að hjóla allt, minna að gera í verslunum, minna stress ...
Ég á örugglega eftir aðhugsa einhvern tíman, ohh Akureyri those were the days Það er þó ein staðreynd, ég þarf að fara í master erlendis innan 3 ára. Svo þetta tímabil verður allavegana ekki lengra en það.
Fyrir tveimur árum rúmum fékk ég pening úr tryggingunum út af slysinu sem ég lenti í, fékk náttúrulega algjört æði og langaði að kaupa mér Eams hægindastólinn, fór og skoðaði og djöfulli langaði mér í gripinn, gat bara ekki alveg réttlætt þetta fyrir mér. Hann kostaði minnir mig 429.000,- sem er slatti.. Núna er Einar að skoða þessa stóla notaði á ebay og datt mér í hug að kanna verð í kreppunni. Hvað haldið þið að svona stóll kosti?? Aðeins 350.000,- kr dýrari en fyrir 1,5 ári eða 780.000,-
Ég var náttúrlega voðalega skynsöm og keypti mér bíl og borgaði viðbótalánið. SKynsöm að kaupa mér bíl ??? Nei það var ég ekki, Keypti hann á 1190 þús og seldi hann svo á 700 þús. Hefði nú betur keypt stól sem hækkaði í verði en bíl sem ég seldi með þvílíku tapi.
Ble á me
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 13:02 | Facebook
Um bloggið
brabra bloggar
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já ég er svo sammála þér. Ég var einmitt svo einmanna hérna fyrst. Ekkert smá glöð að hafa skráð mig í þennan mömmuklúbb, hann hefur alveg bjargað miklu. Ég er alveg sammála þér með að það er miklu rólegra, styttra að fara, minna stress og svona. Akureyri er bara fínt. Ég er nú kanski ein af fáum sem koma að sunnan sem fá menningarsjokk við að koma hingað. Hef bæði farið í bíó, leikhús og á sýningar síðan ég kom hingað en þetta gerði ég ekki fyrir sunnan, aldrei tími.
En við verðum að fara að komast á djammið. Ég þarf bara að ná úr mér þynnkunni síðan úr gæsuninni.... ótrúlega stutt í þetta allt saman en þetta verður ótrúlega gaman held ég. Bara að ákveða daginn.
Fanney (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 22:10
... já og þú hefðir átt að kaupa þér stólinn
Fanney (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 22:14
Sjæse, hvað er málið með verðið á stólnum!!!!!
En já, Akureyri er fínn bær...................... þegar veðrið er gott sérstaklega, en þannig er það á flestum stöðum víst. Við ættum að gera eitthvað af tilefni júróvisíon annað kvöld, call me :)
Hanna Líba (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 11:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.