Hiti

Gott veður þessa dagana, 13 stiga hiti og 20 stiga hita spáð... þó er bara léttskýjað núna en ansi hlýtt. Nóg að gera í dag eða vonandi ef Karítas getur passað á eftir. Hrabba var að bjóða mér með í skíðaferð á kaldbak, farið upp með snjótroðara. Það virðist vera enþá snjór í fjöllunum, frekar skrítið að fara á skíði í svona veðri. Vona bara að Karítas komist svo ég geti farið með Hröbbu, annar förum við mæðgin bara í sund. Svo er það nautalund og killer joe í kvöld, Björn Hlynur held ég að hann heiti fer með aðal hlutverkið Wink agalegur töffari að spóka sig um bæinn hérna undanfarið í leðurjakkanum sínum.           

Ekkert planað um helgina nema út að hlaupa, er reyndar ansi þreytt í löppunum, búin að fara alla dagana í þessari viku... tek mér frí á sunnudag eða laug. Sjáum til LoL bæti tímann um rúma mínútu í hvert skiptið, svo ætla ég að lengja vegalengdina þegar ég er búin að ná 6 km á 30 mín. 

Heyrumst 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert mögnuð í hlaupagírnum.

 Dugnaðarpæja !!!!!

Pálína (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 12:15

2 identicon

Bara svona sem viðmið við mig, þá skokka ég nákvæmlega 11km á 45 min, þannig að þú ert á réttri leið

Baldvin Bró (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 18:15

3 identicon

Heyrðu ég er hætt við.... ég kem ekki með þér að hlaupa ... ja alla vega ekki fyrr en ég er búin að ná þessu, nú er bara að spíta í lófana, eða á hælana ef það virkar eitthvað betur

Fanney (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 22:38

4 identicon

Vá Baldvin, geturu ekki verið einhver staðar annars staðar !! kannski farið og falið þig bakvið ljósastaur þarna sláninn þinn ... ég næ þér

Maður verður aldrei góður hlaupari nema að reyna alltaf aðeins of mikið á sig Fanney en ég skil þig, ég er búin að vera svoldinn tíma að ná þessu...

Tinna Brá Baldvinsdóttir (IP-tala skráð) 24.5.2008 kl. 11:47

5 identicon

Hlaupadrollan Tinna! Ég verð að fara taka mig á ef ég ætla að halda í við þig þarna! En þetta var ágætis ferð uppá Kaldbak í gær.. Pínu eins og valtarinn myndi velta á tímabili en engu að síður góð hreyfing að skíða niður og sonna ;)

Heyrumst svo með skokkplön!

Hrabba (IP-tala skráð) 24.5.2008 kl. 16:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

brabra bloggar

Höfundur

Tinna Brá Baldvinsdóttir
Tinna Brá Baldvinsdóttir
Er nemi í arkitektrúr á þriðja ári í Listaháskóla Íslands. Bý á Akureyri þessa stundina með börnunum mínum tveimur, Krumma og Einari :)
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • lokaverkefnid
  • lokaverkefnid.tiff
  • IMG_9968
  • IMG 9699
  • IMG 9697

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband