Kaldbakur - Killer Joe - Facing China - Bernaise - Júróvísíón

Hrabbitekt var svo snúllaður að bjóða mér með á Kaldbak með avh arkitektastofunni sem hún vinnur á. Frekar skrítið að klæða sig í vetrar/skíðaföt í 15 stiga hita og sól. Troðarinn sem fór upp með okkur var við það að gefast upp nokkrum sinnum, snjórinn var svakalega blautur, mjög erfitt að skíða niður mjóa brautina. Ég var eiginlega algjör NERD í bremsu alla leið niður. Þar sem var brattast amk Smile En þetta var ótrúlega hressandi ferð, þurftum líka að ganga með skíðin og svona púl ... höfðum sko bara gott af því. Í ferðinni var sjötugur kall sem fór  niður á snjóþotu, þetta er sko heljarinnar leið - fjall ... mega hress kall. Eftir ferðina var brunað í leikhús á Killer Joe, frekar súrt og svakalegt leikrit. Gekk næstum fram af mér í látum. Samt besta leikritið sem af er af árinu verð ég að segja Wizard

Í dag vorum við svo menningarleg og fórum í gilið á sýningar, t.d á Facing China sem er geggjað flott sýning, mögnuð málverk af kínverjum. Mæli með henni fyrir alla sem búa á NorðurlandiGrin


Í kvöld eldaði Einar svo Nautalund og Bernaise fyrir okkur, ég er ekki mikil sósu manneskja en ég elskaaaaa bernaise, fékk reyndar kransæðastíflu í miðri máltíð en það er þess virði.

Hélt nú að Ísland myndi ná aðeins ofar í Júró, maður er alltaf svo bjartsýnn með þetta en samt fín framistaða bara :) okkur Einari fannst Spánn vera góður og France var líka nokkuð gott / öðruvísi. Svo voru danirnir náttúrulega svona mest júró fannst okkur. 

Örlítið kennd eins og vanalega eftir rauðvín kvöldsins, satt best að segja held ég að ég skelli í mig nokkrum eplasnafs skotum og skelli mér í bæinn eins og hefð er á júró,,,, æ nei ég nenni því ekki. 

ÚTSÝNIÐ af Kaldbak var geðveikt en ég gleymdi náttúrulega myndavélinni - stubid me Devil 

Ble á me

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir að láta okkur lenda í bjór-sturtu

Hanna Líba (IP-tala skráð) 26.5.2008 kl. 09:35

2 identicon

Jiiiii þetta Kaldbaksævintýri hefur verið geggjað !!!!!!!!!!!!!!!

Pálína (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 21:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

brabra bloggar

Höfundur

Tinna Brá Baldvinsdóttir
Tinna Brá Baldvinsdóttir
Er nemi í arkitektrúr á þriðja ári í Listaháskóla Íslands. Bý á Akureyri þessa stundina með börnunum mínum tveimur, Krumma og Einari :)
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • lokaverkefnid
  • lokaverkefnid.tiff
  • IMG_9968
  • IMG 9699
  • IMG 9697

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband