Sumarfríið og húsið

Við komum heim í gær eftir ansi langt ferðalag. Lögðum af stað frá Alcudia kl 5:30, vöknuðum sem sagt kl 5 eða 3 að ísl tíma. Vorum svo komin eftir klst á flugvölinn í Palma, biðum þar vegna seinkunar og flugum svo í 4 klst :) keyrðum svo í 45 mín til RVk frá Kef. Flugum svo frá Reykjavík til Akureyrar kl 15:30, Svakalegt ferðalag :) drengurinn okkar stóð sig eins og hetja í þessu öllu saman enda orðinn vanur svo sem. Svo þegar við komum heim í Hiroshima þá var allt í rúst náttúrulega. Garðurinn allur að koma til þó en verið að setja nýja glugga. Algjört rask á heimilinu ... Svo við mægðin stoppum stutt á Ak og ætlum að flýja vestur á morgun. Fljúgum í fyrramálið og verður í Rvk á morgun og keyrum svo vestur, ferðalagið heldur sem sagt áfram :)

En Mallorca var snilld, æðislegt veður allan tímann og gaman að hafa Einar í fríi með okkur einu sinni. Tók bara 6 vikna frí síðasta sumar og fæðingarorlofið sko ekki nærri búið né sumarfríið. Við vorum náttúrulega bara í sundlauginni allan daginn, Krummi elskaði það og fannst líka mjög gaman á ströndinni að moka sand. Þetta var bara aflsöppun og notalegheit. Tókum bílaleigubíl tvisvar, mjög gott að keyra þarna, verlsuðum i Palma.Hef svo sem ekki margt að segja um þetta ... skelli inn myndum þegar ég kemst almennilega í tölvu. Flúði á bókasafnið því það er ekki hægt að vera heima.

Hlakka til að fara vestur, mér skilst að það sé fermingarafmæli/party svo það verður stuð, hélt reyndar að það væri þarnæstu helgi... verð að kanna það betur :)

Heyrumst betur seinna

kv. Kolbrún Hvíthærða


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ skvísípæ

Ferðu nokkuð beint aftur norður eftir helgi? Ég veit þú trúir þessu ekki en ég er á leiðinni á Snæfellsnesið á morgun! Ótrúlegt! Verð að vísu í slagtogi með einni íslenskri og þremur finnskum stelpum- en þær 3 eru allar arkitektanemar- vúhú! Við ætlum eitthvað að litast um þarna, gefa þeim tækifæri til að mynda allt það fagra sem fyrir augu ber á Nesinu. Svo ef þig langar að joina í smá udflugt eða amk í kaffibolla einhversstaðar, þá þætti mér gaman að sjá þig og jafnvel litla kútinn :)

María Gísladóttir (IP-tala skráð) 5.7.2008 kl. 09:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

brabra bloggar

Höfundur

Tinna Brá Baldvinsdóttir
Tinna Brá Baldvinsdóttir
Er nemi í arkitektrúr á þriðja ári í Listaháskóla Íslands. Bý á Akureyri þessa stundina með börnunum mínum tveimur, Krumma og Einari :)
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • lokaverkefnid
  • lokaverkefnid.tiff
  • IMG_9968
  • IMG 9699
  • IMG 9697

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband