Ja drengur...

Snúllinn minn er loksins farinn að labba, hann er reyndar ekkert að hlaupa út um allt. Er sko miklu sneggri að skríða, velur það frekar en að labba ef hann þarf að nálgast e-ð hratt Grin Maður er alltaf svo ótrúlega stolltur af honum þegar hann gerir e-ð nýtt og þroskast, fyrst þegar hann labbaði þá kom hann út úr herberginu sínu labbandi fram í eldhús þar sem ég var að elda. Mig hefur svo oft dreymt hann - áður en hann fæddist þá dreymdi mig hann alltaf labbandi út úr herberginu sínu, frekar spes Smile.

krummikrunka 020

Núna eru við mægðin búin að vera fyrir vestan í viku, gamli kemur eftir vinnu að "sækja" okkur. Verðum framyfir helgina hérna því ég er að fara á fermingarmót, hlakka til að hitta krakkana. Skömm að segja frá því að ég hef ekki séð marga af þessum krökkum í 3 ár eða síðan síðasta bekkjarmót var. Þekki þau varla lengur, frekar glatað. 

Framkvæmdirnar fyir norðan eru í hámarki núna held ég, margt búið samt. Búið að skipta um næstum alla gluggana á efri hæð og svalahurðin komin út. Búið að steypa vegginn að framan og alla veggina að aftan. Einar búinn að rústa kjallaranum og núna er bara að fara í það að skipuleggja og gera upp þar. Setjum gólfhita og þurfum að brjóta veggi. Mikið að gerast sko Errm Get haldið heilt ættarmót þarna í haust með öll þessi herbergi. Við erum 3 í fjölskylda, það er nú alveg lágmark að hver hafi 2 herbergi  útaf fyrir sig Cool

Ég er búin að vera á svakalegu "fyllerí" hef bara farið 2 út að hlaupa þessa vikuna og étið eins og svín, enda á hótel mömmu. Hvað á ég að gera við mig ? 

Adios

Tinna Brá

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með labbið :)

Hanna Líba (IP-tala skráð) 13.7.2008 kl. 21:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

brabra bloggar

Höfundur

Tinna Brá Baldvinsdóttir
Tinna Brá Baldvinsdóttir
Er nemi í arkitektrúr á þriðja ári í Listaháskóla Íslands. Bý á Akureyri þessa stundina með börnunum mínum tveimur, Krumma og Einari :)
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • lokaverkefnid
  • lokaverkefnid.tiff
  • IMG_9968
  • IMG 9699
  • IMG 9697

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband