Nútíma þægindi minn rass !

Ég verð að segja ykkur frá einni vinkonu minn, eftir að hún eignaðist barn þá getur hún verið svo utan við sig. Þessi vinkona mín fór í búðina á föstudaginn, setti strákinn sinn í bílstólinn og fór svo að ná í pokana og setti þá inn í bíl. Því næst ekur hún af stað, nema hvað.. eftir að hafa keyrt út úr bílastæðinu og smá vegalengd að götunni sér hún í baksýnisspeglinum að hún hefur ekki lokað hurðinni aftur í... svo hún stoppar og lokar hurðinni með fullt af bílum í kringum sig, spáið í því ekkert smá neyðarlegt Grin Jæja hún lætur þetta nú ekki á sig fá og fer í ríkið og kaupir kassa af bjór, hún ætlar að vera góð við iðnaðarmennina sem eru að vinna, gefa þeim smá bjór svona í lok dags Wink Nema hvað að hún er svo utan við sig að hún kaupir bjórinn en skilur hann svo eftir á borðinu og labbar heim eftir erfiðan dag. Svona getur fólk nú verið utan við sig, mikið er ég fegin að vera ekki svonaWink Þessi sama dama hefur einmitt stungið eða reynt að stinga snuðinu upp í manninn sinn en ekki barnið sitt !!

Kominn inn í tölvuskápinn Krummi kominn inn í tölvuskápinn Grin

 

 

Héðan er allt gott að frétta svo sem nema hvað að Einar tók eða rústaði símatenginunni í brjálæðinu niðri þannig að við vorum ekki með internet, síma eða sjónvarp alla vikuna Angry Svo var hann að saga niðri og sagaði í sundur kaldavatnslögnina, þannig að við höfum ekki kalt vatn , ég meina hver þarf að sturta niður eða fara í bað?? ehh ekki ég... Til að bæta gráu ofan á svart þá sprungu tveir ofnar hérna í síðustu viku og allt fór á flot í Krumma herbergi svo það er ekki heldur hiti á húsinu !! og Krummi náttúrulega orðinn kvefaður - Takk Einar Devil

Þetta lag er í uppáhaldi núna,ég var einu sinni heitur Pearl Jam aðdáandi en svo hættu þeir að gefa út gott stuff, þar til að Eddie Vedder kom með þetta... 

Kveðja Tinna Brá og Krummi sveitastrákurKrummi gröfustrákur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

brabra bloggar

Höfundur

Tinna Brá Baldvinsdóttir
Tinna Brá Baldvinsdóttir
Er nemi í arkitektrúr á þriðja ári í Listaháskóla Íslands. Bý á Akureyri þessa stundina með börnunum mínum tveimur, Krumma og Einari :)
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • lokaverkefnid
  • lokaverkefnid.tiff
  • IMG_9968
  • IMG 9699
  • IMG 9697

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband