Bílastæði

Mikið djöfulli er óþolandi að keyra um bílastæði þar sem er lagt illi í stæðin trekk í trekk, keyrði tvo hringi um allt bónus planið og 5 stk bílastæði voru ónothæf sökum þess hversu illa er lagt í þau. Fyrir utan það þá eru bílastæði á Íslandi almenn alltof lítil. Ég hef átt nokkra bíla í gegnum árin og var aldrei ánægð með stærð stæðisins nema þegar ég átti opel corsu smábíl. Hræðilegt að vera ólétt eða setja barn í bílstól þar sem hefur verið lagt illa nú eða fólk á stórum bílum eins og ég í dag. Svo við nefnum eitt dæmi af þessu bílastæðum, þá var greinilega kona búin að vera svo sniðug að bakka í stæðið, með þeim snilldartöktum að hún var rammskökk í stæðinu með bílastæðalínuna á miðjum bílnum ...

Fyrst ég er nú á annað borð að æsa mig yfir bílastæðum þá verð ég nú að segja að það er hræðilegt hvað við erum að eyða miklum landsvæðum undir bílastæði, afhverju er ekki hægt að grafa þetta undir byggingar? Það væri nú ágætt í skafrenning og snjó að geta lagt innandyra og sloppið svo svona veður með innkaupakerrur í afturdragi.

Ég fór fyrst að hugsa um þessi mál þegar ég sá tillögu að breyttu skipulagi íþróttavallarins hérna niðri í bæ á Akureyri, það var vilji fyrir því að þétta byggðina og stækka bæinn svolítið og þar kom Hagkaup með "æðislega" tillögu um nýtt húsnæði fyrir sína verslun. Þegar ég leit fyrst á tillöguna um fallegt hús sem var teiknað nánst inn í hlíðina með grasþaki og virkilega falleg bygging, veit ekki hver teiknaði. SKoðaði svo betur tillöguna og sá bílastæðið sem fylgdi tillögunni, það var svona 5x stærra en byggingin sjálf. Þarna átti að færa rök fyrir því að taka grænt svæði bæjarins og byggja á því og þétta byggðina. Ef það átti að gera það með þessu móti, planta svakalegum bílastæðaplönum og stórverslunum þá veit ég ekki hvað fólk er að hugsa. Sem betur fer var þetta ekki samþykkt og íþróttasvæðið er þarna enþá. 

Annars er ég fyrir norðan núna, voðalega heimkær og þreytt á þessu ferðalagi alltaf hreint. 

Kjallarinn gengur mjög vel, best að ég skelli myndum á eftir jafnvel Grin

Endilega tjáið ykkur um þessi mál

kv. Tinna Brá 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hear ya systah! Eru þetta kannski BA hugleiðingar?

Hrabba (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 11:55

2 identicon

Þú ert líka á allt of stórum bíl.....

Hanna Líba (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 17:25

3 identicon

er þetta nöldurhorn Tinnu?

Einar (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 10:53

4 identicon

Ég er svo sammála þér Tinna! Alveg óþolandi þegar fólk leggur skakkt og illa í stæði.

Solveig Björk (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 17:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

brabra bloggar

Höfundur

Tinna Brá Baldvinsdóttir
Tinna Brá Baldvinsdóttir
Er nemi í arkitektrúr á þriðja ári í Listaháskóla Íslands. Bý á Akureyri þessa stundina með börnunum mínum tveimur, Krumma og Einari :)
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • lokaverkefnid
  • lokaverkefnid.tiff
  • IMG_9968
  • IMG 9699
  • IMG 9697

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband