12.3.2009 | 23:08
Þar sem facebook hefur heltekið tölvuna mína þá hef ég ekki beint verið að blogga. Á facebook sér maður hvað allir eru að gera þá stundina, myndir og fleira...
Hver er þá ástæðan til að blogga ? Engin...
Svo þetta verður kveðjublogg :)
Síðust daga og vikur hef ég verið að vinna að lokaverkefni mínu í Listaháskólanum í arkitektúr. Búin að skila BA ritgerðinni og núna er bara að MASSA verkefnið ... sem er Borgarbókasafn á lóð bílastæðahússins Traðarkots við Hverfisgötu.
Ásamt því að vera á fullu í lokaverkefninu, fjúgandi á milli landshluta, hanga á facebook, eyða tíma með barninu mínu og lifa þá hef ég gjörsamlega tapað mér í ræktinni. Það er bara annað hvort að taka verkjatöflu eða fara í ræktina. Fer í spinning tíma á mánudögum, þriðjudögum, fimmtudögum, föstudögum og sunnudögum þess á milli fer ég í morguntíma... Orðin nett geðveik, þetta er bara svo gaman. Ætla að vera í mínu besta formi í sumar, hlaupandi um stræti og arkandi upp fjöll :) Mér hefur aldrei liðið eins vel.
Svona lítur bókasafnið mitt út í dag, margt sem ég á eftir að breyta og bæta.
Næsta helgi verður þrusu helgi, þá fer ég í vísindaferð með LHÍ, á frænkudjamm og sennilega á GUS GUS á NASA - úje ;)
Jæja ég er alveg sokkin ofan í þáttinn Sommer svo ég segi bara LATER ;)
kv. Tinna Brá
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
brabra bloggar
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
mjög fínt hjá þér! lofar góðu
Kristjan Breidfjord (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 00:27
Tinni Snilli - Lofar góðu, hefur conzept byggingarinnar eitthvað með X að gera.. Eru þetta einhverskonar gatnamót innan byggingarinnar? hehe - Ég þrái consept þessa dagana...
Hrabba Dabba dú (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 11:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.