Allt og ekkert

Ég er óttalega léleg að setja inn myndir á bloggið, einfaldlega vegna þess að ég blogga alltaf í fartölvunni en myndirnar set ég inn á heimilistölvuna Smile bæti úr því sem fyrst.

Í dag var frekar gott veður, mikill hiti en þó köld gola. Gott í skjóli sem sagt. Þar sem það var verið að vinna/rústa garðinum hérna í dag með steypusögun, gröfu og látum þá varð Krummi að sofa inni. Ég hékk náttúrulega inni, ferlega fúlt. Það gengur mikið á hérna þessa dagana, fólkið fyrir neðan okkur að pakka og henda dóti.. allt saman gerist þetta beint fyrir utan gluggann hans Krumma. Hann vaknaði við lætin í gær og vakti í tvo klukkutíma, við vorum orðin ansi þreytt. Létum hann aðeins væla og þá ældi hann bara... úff algjört rugl þetta kvöld. Svo vöknuðum við kl 7:30 við steypusögun, enginn smá hávaði sem fylgir því. Það er sem sagt verið að breikka stæðið, setja hurð á kjallarann, jafna lóðina, þökuleggja, fella tré,setja svalahurð, gera pall, steypa plan og veggi.. vááá hvað þetta verður "gaman" nenni svo innilega ekki að standa í þessu veseni, en þetta verður flott þegar búið er Smile

Tíminn er svo fljótur að líða, erum að fá slatta af gestum næstu helgi. Hlakka ekkert smá til að fá fjölskylduna mína og hluta af Einars fjölsk. Krummi hefur gaman af því að hitta fólkið sitt, sem er alltof sjaldan Frown

Á morgun er stefnan tekin á kvennahlaupið, Hrabba og Aldís ætla að skokka memm og kíkja í sund og kósý. Síðan verður stelpudjamm hjá Hrabbaling í höllinni hennar. Hlakka mikið til að komast út aðeins. Það er alveg nauðsynlegt fyrir svona mömmur sem hitta ekki marga á daginn og svona..

p.s note for my self, hef ekki farið út að hlaupa síðan á mánudag. Skamm skamm !!  

Gamla er farin að lúlla 

kv. Tinna Brá 


Þá get ég hætt að fara í bíó loksins

Jæja þá er hámarkinu náð. Bíómiðinn kominn upp í 1000 kr !! frábært. Bóóferð fyrir okkur hjúin væri þá 2000 kr + popp og kók = 3000 kr. Svo þarf að fá barnapíu þar sem engir ættingjar búa á staðnum . Það gerir þá 4000,- kr í það heila. Bara gefins Smile Borgar sig bara að fara og kaupa flottan flatskjá og skella poppi í örbylgjuna því þú ert fljótur að fara upp í háa upphæð ef þú ferð stöku sinnum í bíó. En þetta er bara flott, því núna hef ég tekið ákvörðun, ég ætla aldrei aftur í bíó.

Sama góða veðrið í dag, ætlum í heimsókn í barnapössunina (fór út að hlaupa í gær) ætlum bara að heimsækja krakkana sem eru þar. Svo ætlum við á róló til verðandi dagforeldra Krumma, hann byrjar þar 1. ágúst Smile 

Við erum farin út í góða veðrið, hérna var sko vaknað kl 6:15 takk fyrir. Eins gott að ég fór að sofa 22:30 eins og gamalli kellingu sæmir Wink 

Heyrumst kv. Tinna og Krummi 


mbl.is Bíómiðinn kominn upp í 1.000 krónur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já já ég er bara með markmið kallinn minn

Ég hef svona verið að huga að markmiðinu sem ég setti mér um áramótin, koma mér í gott hlaupaform. Þetta er allt saman í vinnslu og bæti ég tímann hægt og rólega. Núna ætla ég að lengja vegalengdina í 8 km í kvöld. Markmiðið er sem sagt að koma sér í gott hlaupaform, hvað er gaman af því nema að taka þátt í einu hlaupi eða svo. Fór inn á www.hlaup.is og við höfum ákveðið að taka þátt í Jökulsárhlaupinu, ég ætla að taka 13 km og Einar 20 km. Það verður bara einhver að koma með okkur í útilegu í Ásbyrgi helgina 27. júlí og passa Krumma á meðan við hlaupum Smile Einnig óska ég eftir fólki til að koma með í útilegur í sumar Wink Fáum tjaldvagninn þegar við viljum, krókurinn er kominn á bílinn...

Í maí er búið að vera mjög gott veður, hef sjaldan verið eins brún og núna og sumarið rétt að byrja ... söss hvar endar þetta og tjellingin á leiðinni til Mallorca eftir 17 daga... er sko brúnni en Einar, þá er sko meira sagt Grin

Sonur minn er eins og flest börn á hans aldri, gjörsamlega ofvirkur og það heldur manni barasta í dúndurformi að eltast við hann og vera með stanslausa dagskrá á daginn. Fórum í sund í morgun og labbitúr. Gerðumst svo "sveitó" og keyrðum Eyjafjörðinn eftir hádegið og keyptum okkur ekta sveitaís, heimagerður beint úr beljunni. Það var hægt að fá baileys, bjórís, karamellu og bara allt sem þér dettur í hug, Skyrís og fleira.

Tinna tanaða kveður að sinni


Helvíti tussuleg

Smekkleg fyrirsögn Wink

Krummi smitaðist úr barnapössuninni eins og alltaf, flensukvef núna bara. Hálsbólga, kvef og hósti - oj oj það er komið sumar, nenni þessu ekki núna. Hef aldrei verið eins oft veik og núna eftir að Krummi fæddist.

Eigum við e-ð að ræða jarðskjálftann, svoleiðis hef ég aldrei áður fundið. Grunar mig að það sé ansi óhugnalegt ... Er að horfa núna á sjónvarpið, maður væri nú ekkert rólegur að keyra yfir svona sprungna brú. 2 mín eftir að skjálftinn reið yfir þá talaði ég við Maríu á msn, annars hefði ég ekki heyrt af þessum nærri því strax því ég var bara að teikna í sakleysi mínu Smile veika stelpan agalega slöpp.

Við vorum að kaupa kjallarann fyrir neðan okkur, núna eigum við allt húsið. Meira veldið á manni - söss. Fengum hann á góðu verði þar sem íbúðin er ósamþykkt. Miklar framkvæmdir framundan hérna næstu vikurnar... er ekki alveg að nenna að standa í þessu en þetta er alltaf gaman eftir á... Garðurinn verður rústaður, fáum gröfu til að taka ónýtu stéttarnar og járnbútana,... o.s.frv. 

 

20 dagar í Mallorca - ÍHA 

 


Kaldbakur - Killer Joe - Facing China - Bernaise - Júróvísíón

Hrabbitekt var svo snúllaður að bjóða mér með á Kaldbak með avh arkitektastofunni sem hún vinnur á. Frekar skrítið að klæða sig í vetrar/skíðaföt í 15 stiga hita og sól. Troðarinn sem fór upp með okkur var við það að gefast upp nokkrum sinnum, snjórinn var svakalega blautur, mjög erfitt að skíða niður mjóa brautina. Ég var eiginlega algjör NERD í bremsu alla leið niður. Þar sem var brattast amk Smile En þetta var ótrúlega hressandi ferð, þurftum líka að ganga með skíðin og svona púl ... höfðum sko bara gott af því. Í ferðinni var sjötugur kall sem fór  niður á snjóþotu, þetta er sko heljarinnar leið - fjall ... mega hress kall. Eftir ferðina var brunað í leikhús á Killer Joe, frekar súrt og svakalegt leikrit. Gekk næstum fram af mér í látum. Samt besta leikritið sem af er af árinu verð ég að segja Wizard

Í dag vorum við svo menningarleg og fórum í gilið á sýningar, t.d á Facing China sem er geggjað flott sýning, mögnuð málverk af kínverjum. Mæli með henni fyrir alla sem búa á NorðurlandiGrin


Í kvöld eldaði Einar svo Nautalund og Bernaise fyrir okkur, ég er ekki mikil sósu manneskja en ég elskaaaaa bernaise, fékk reyndar kransæðastíflu í miðri máltíð en það er þess virði.

Hélt nú að Ísland myndi ná aðeins ofar í Júró, maður er alltaf svo bjartsýnn með þetta en samt fín framistaða bara :) okkur Einari fannst Spánn vera góður og France var líka nokkuð gott / öðruvísi. Svo voru danirnir náttúrulega svona mest júró fannst okkur. 

Örlítið kennd eins og vanalega eftir rauðvín kvöldsins, satt best að segja held ég að ég skelli í mig nokkrum eplasnafs skotum og skelli mér í bæinn eins og hefð er á júró,,,, æ nei ég nenni því ekki. 

ÚTSÝNIÐ af Kaldbak var geðveikt en ég gleymdi náttúrulega myndavélinni - stubid me Devil 

Ble á me

 


Hiti

Gott veður þessa dagana, 13 stiga hiti og 20 stiga hita spáð... þó er bara léttskýjað núna en ansi hlýtt. Nóg að gera í dag eða vonandi ef Karítas getur passað á eftir. Hrabba var að bjóða mér með í skíðaferð á kaldbak, farið upp með snjótroðara. Það virðist vera enþá snjór í fjöllunum, frekar skrítið að fara á skíði í svona veðri. Vona bara að Karítas komist svo ég geti farið með Hröbbu, annar förum við mæðgin bara í sund. Svo er það nautalund og killer joe í kvöld, Björn Hlynur held ég að hann heiti fer með aðal hlutverkið Wink agalegur töffari að spóka sig um bæinn hérna undanfarið í leðurjakkanum sínum.           

Ekkert planað um helgina nema út að hlaupa, er reyndar ansi þreytt í löppunum, búin að fara alla dagana í þessari viku... tek mér frí á sunnudag eða laug. Sjáum til LoL bæti tímann um rúma mínútu í hvert skiptið, svo ætla ég að lengja vegalengdina þegar ég er búin að ná 6 km á 30 mín. 

Heyrumst 


Það er vont en það venst

Það verður að játast að ég var ekkert sérstaklega ánægð fyrstu mánuðina hérna á Akureyri síðasta sumar, með haustinu fór ég svo að hugsa... auðvitað gerir maður bara gott úr þessu á meðan er, vera svoldið jákvæð. Þó að maður hafi þurft að sleppa skólanum, vinum, fjölskyldu og menningu þá venst þetta bara vel.

Akureyri

Það er ótrúlega rólegt að búa hérna, svakalega fallegt að búa inn á milli fjalla innst í firðinum. Hugsaði á áðan þegar ég horfði á spegilsléttan fjörðinn/pollinn hvað það gefur manni mikið að hafa svona rólegt umhverfi í kringum sig Smile virkar allavegana vel á stressaða manneskju, sem er ekki svo stressuð lengur í þessum rólega bæ. Það er t.d geggjað að keyra í bónus, bónus með view segir Einar alltaf, geggjað útsýnið þaðan út fjörðinn. Ótrúlega lítil umferð - minna stress, hægt að hjóla allt, minna að gera í verslunum, minna stress ... 

 Ég á örugglega eftir aðhugsa einhvern tíman, ohh Akureyri those were the days Smile Það er þó ein staðreynd, ég þarf að fara í master erlendis innan 3 ára. Svo þetta tímabil verður allavegana ekki lengra en það.

 

Fyrir tveimur árum rúmum fékk ég pening úr tryggingunum út af slysinu sem ég lenti í, fékk náttúrulega algjört æði og langaði að kaupa mér Eams hægindastólinn, fór og skoðaði og djöfulli langaði mér í gripinn, gat bara ekki alveg réttlætt þetta fyrir mér. Hann kostaði minnir mig 429.000,- sem er slatti.. Núna er Einar að skoða þessa stóla notaði á ebay og datt mér í hug að kanna verð í kreppunni. Hvað haldið þið að svona stóll kosti?? Aðeins 350.000,- kr dýrari en fyrir 1,5 ári Shocking eða 780.000,- 

eams chair

Ég var náttúrlega voðalega skynsöm og keypti mér bíl og borgaði viðbótalánið. SKynsöm að kaupa mér bíl ??? Nei það var ég ekki, Keypti hann á 1190 þús og seldi hann svo á 700 þús. Hefði nú betur keypt stól sem hækkaði í verði en bíl sem ég seldi með þvílíku tapi.

 

 Ble á me 


Nú er ekki aftur snúið

Jæja nú jæja !! nú er ekki aftur snúið, tjellingin fór og keypti sér spandex galla á áðan eða meira svona níðþröngar hlaupabuxur Wink      Hrabba er örugglega orðin nett hrædd að fara með mér út að hlaupa því ég þykist vera algjör hlaupagella, en staðreyndin er sú að ég er rétt að komast í gír núna og get hlaupið e-ð ráði, ehemm sem eru kannski 6-8 km. Margir sem myndu nú taka það á 20 mínútum Tounge

Áramótamarkmiðið var að koma sér í hlaupaform og það stefnir allt í sett markmið. 

Læt fylgja með hérna video af okkur stelpunum í tíma í morgun.


það hafa fleiri verið þreyttir í dag

Sá staurinn sem var keyrt á, leiðinni á flugvöllinn að keyra Einar í flug.  Þetta leit nú ansi illa út - staurinn lá alveg niðri og glerbrot út um allt. En sem betur fer fór þetta ekki illa...

Mér leiðist ekkert núna, þess vegna ákvað ég að skella inn smá tilgangslausu bloggi. Við mægðin erum ein heima, 17 ára drengir að djamma í næsta hús, það fer sko ekki á milli mála LoL

Later

p.s ég er gjörsamlega búin að nauðga THIRD í dag - silence og the rip í miklu uppáhaldi  


mbl.is Bílstjórar sofnuðu við akstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Portishead - Third

Ég hef svoldið verið að hlusta á nýju plötuna með Portishead. Þetta er náttúrlega frekar þunglyndisleg tónlist. Fór að hugsa hvað tónlist hefur mikil áhrif á líf manns (minningar) , síðast þegar ég hlustaði mikið á portishead bjó ég ein í kjallarkompu ný flutt til Reykjavíkur 16 ára ALEIN, stundum var ég svoldið mikið EIN og þá hlustaði ég á Portishead, svo kynntist ég fólki og hætti að hlusta á Portishead :) á sama tímabili hlustaði ég mikið á Weezer. EN þetta er alveg magnað þegar maður heyrir e-ð ákveðið lag þá fær maður minningarnar í kollinn. Ein góð er með Outkast hey ya - þegar ég og Berglind vorum að djamma mikið saman Smile those were the days ...

Silence með Portishead, finnst þetta eiginlega besta lagið. Elska trommu taktinn.

 

Í dag var hangið úti í góða veðrinu,  drengurinn er sko ekki til í að vera mikið inni, fer bara fyrir framan hurðina og vælir. Vill  út, alveg eins og einhver hundur Grin svo þegar ég er að labba heim upp tröppurnar með hann þá tjúllast hann, vill ekki fara inn. Keypti nefninlega rólu fyrir hann á staurinn úti í garði sem er algjör snilld. Svo chillaði ég aðeins í nýja garðstólnum mínum, tanaði mig og talaði í símann Cool

 

Góð uppskrift af því hvernig hægt er að eyða 30 þúsund kalli á 40 mínútum. Byrjar á því að taka bensín á bílinn, ferð svo og kaupir tvo garðstóla og plastrólu - 

Sem betur fer er búið að aflýsa kreppunni - fjúkk Cool

Auglýsi svo eftir skemmtiatriðum fyrir annað kvöld þar sem Einar verður í Reykjavík, hummm hverjum ætti ég að bjóða í heimsókn?? Einhverjum sem nennir að keyra í 4 tíma??

Allir velkomnir, líka í sumar ...

Kv. Tinna Tanaða 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

brabra bloggar

Höfundur

Tinna Brá Baldvinsdóttir
Tinna Brá Baldvinsdóttir
Er nemi í arkitektrúr á þriðja ári í Listaháskóla Íslands. Bý á Akureyri þessa stundina með börnunum mínum tveimur, Krumma og Einari :)
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • lokaverkefnid
  • lokaverkefnid.tiff
  • IMG_9968
  • IMG 9699
  • IMG 9697

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband