Djammarinn

Síðasta helgi var ansi hressileg, kíktum út bæði kvöldin eftir að hafa hangið heima hjá okkur stanslaust í tvær vikur, annað hvort ein í sitthvorum landshlutanum eða sitthvorri tölvunni :) hehe. Þess vegna er ansi gott að kíkja út á lífið, það var nú bara almennt fyllerí á föstudag, ekkert að gerast nema Einar var svo hress að hann stakk upp á krónuleik, það getur verið ansi hættulegt :) Laugardagskvöldið var svo hrikalega skemmtilegt kvöld, fórum á tónleika með Bloodgroup og skátar voru að hita upp. Djöfulli skemmti ég mér vel þetta kvöld, ansi þétt bönd. Stelpa í BG var líka svo hress að fá alla út á gólf til að dilla sér. 

 Síðasta vika var ansi hressileg í skólanum, byrjaði á sunnudegi þar sem að hollenskur gestakennari var með okkur þessa vikuna. Mjög gaman að fá svona úglenska kennara Grin Þeir eru með allt aðra sýn á Íslandi og Reykjavík og koma með skemmtileg innlegg í námið. Þessi vika var ansi erfið námslega og svo var ég extra lengi frá Krumma, það var alveg að fara með mig síðasta daginn en ég hafði þetta af Cool 

Í kvöld eru svo útgáfutónleikar á græna hattinum með Nýdönsk, við fórum á tónleika með Nýdönsk og sinfó fyrir nokkrum árum og svo í LA síðast vetur, ég hef aldrei orðið fyrir vonbrigðum heldur aðeins skemmt mér konunglega þar sem kjafturinn á Birni Jörundi getur verið ansi magnaður.

Heyrumst seina 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, djamm á Græna hattinum er nú alltaf ávísun á gott tjútt, einum of gott tjútt í mínu tilviki.. var orðin ansi sósuð á Kaffi Ak eftir tónleikana, fjúff...

Hrabba (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 08:17

2 identicon

Alltaf gott að vera sósuð Hrabba mín :) sérstaklega ef maður ætlar að lifa af Kaffi ak stemmingu hehe ;)

tinnan (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 11:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

brabra bloggar

Höfundur

Tinna Brá Baldvinsdóttir
Tinna Brá Baldvinsdóttir
Er nemi í arkitektrúr á þriðja ári í Listaháskóla Íslands. Bý á Akureyri þessa stundina með börnunum mínum tveimur, Krumma og Einari :)
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • lokaverkefnid
  • lokaverkefnid.tiff
  • IMG_9968
  • IMG 9699
  • IMG 9697

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband