Reykjavík ó Reykjavík

Það er dálítið sérstakt að vera flutt til Akureyrar, maður er stöðugt að halda að maður sé að missa af öllu. Missa af öllu flottu búðunum, missa af öllum góðu kaffihúsunum, missa af mannlífinu... missa af vinunum og fjölskyldu.

 Núna er ég búin að vera í skólanum/Rvk síðan 25. ágúst. Síðan þá hef ég hitt vini mína 3 sinnum Smile Núna er ég hjá tengdó og veit ekkert hvað ég á að gera af mér því ég get ekkert gert í skólanum eins og staðan er núna með verkefnið. Fór svona að hugsa, tja ætti ég að hringja í einhvern...? fór svo að hugsa, það eru allir í sínu eðlilega lífi að koma heim úr vinnu eða skóla, sinna börnunum eða köttunum sínum. Eru svo í rólegheitum að horfa á sjónvarpið/vinna eða læra. Þetta er nákvæmlega það sem ég geri. 

Ég er ekki að missa af neinu !! Það kemur reyndar fyrir að maður missir af afmælum og partý kannski.  

Það væri samt gaman að virkja aðeins vinskapinn eftir ársdvöl á Akureyri svona ef einhverjir eru ekki alltaf heima að deyja úr leti Wink Bara tómt klúður að hafa gleymt íþróttafötunum því ég ætlaði í badminton á miðvikudag með Völu og co og sjálf út að hlaupa. Ætla ekki að stökkva út í búð að versla nýtt sett... 

Jæja má ekki vera að þessu, þarf að knúsa tengdó.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég er svo sammála þér, ég bjó í rvk og gerði aldrei neitt, flutti svo hingað norður og hef bara varla verið duglegri við að heimsækja fólk og koma mér út. Bíó, út að borða, djamm, leikhús og kaffispjöll og heimsóknir, kaffihús.... ég held bara að hérna fyrir norðan þá loksins hefur maður tíma til að gera þessa hluti en í Rvk þá bara nennir maður ekki því það tekur allt svo langann tíma. Það er gott að búa fyrir norðan

Fanney (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 10:04

2 identicon

Hellú Tinnfríður.

Þú verður að shoppa þér cool íþróttadress og sundföt svo við getum nú farið að worka saman í ræktinni á kvöldin eða muna nú einu sinni eftir því þegar þú kemur suður næst:)

Við skulum skella okkur í sund, klifur eða babba í vikunni, ertu ekki game?

Valas (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 17:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

brabra bloggar

Höfundur

Tinna Brá Baldvinsdóttir
Tinna Brá Baldvinsdóttir
Er nemi í arkitektrúr á þriðja ári í Listaháskóla Íslands. Bý á Akureyri þessa stundina með börnunum mínum tveimur, Krumma og Einari :)
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • lokaverkefnid
  • lokaverkefnid.tiff
  • IMG_9968
  • IMG 9699
  • IMG 9697

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband