29.5.2008 | 19:59
Helvíti tussuleg
Smekkleg fyrirsögn
Krummi smitaðist úr barnapössuninni eins og alltaf, flensukvef núna bara. Hálsbólga, kvef og hósti - oj oj það er komið sumar, nenni þessu ekki núna. Hef aldrei verið eins oft veik og núna eftir að Krummi fæddist.
Eigum við e-ð að ræða jarðskjálftann, svoleiðis hef ég aldrei áður fundið. Grunar mig að það sé ansi óhugnalegt ... Er að horfa núna á sjónvarpið, maður væri nú ekkert rólegur að keyra yfir svona sprungna brú. 2 mín eftir að skjálftinn reið yfir þá talaði ég við Maríu á msn, annars hefði ég ekki heyrt af þessum nærri því strax því ég var bara að teikna í sakleysi mínu veika stelpan agalega slöpp.
Við vorum að kaupa kjallarann fyrir neðan okkur, núna eigum við allt húsið. Meira veldið á manni - söss. Fengum hann á góðu verði þar sem íbúðin er ósamþykkt. Miklar framkvæmdir framundan hérna næstu vikurnar... er ekki alveg að nenna að standa í þessu en þetta er alltaf gaman eftir á... Garðurinn verður rústaður, fáum gröfu til að taka ónýtu stéttarnar og járnbútana,... o.s.frv.
20 dagar í Mallorca - ÍHA
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt 30.5.2008 kl. 08:02 | Facebook
Um bloggið
brabra bloggar
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég veit þú heyrir þetta örugglega oft, en bíddu bara þangað til hann byrjar hjá dagmömmunni, þá áttu ekki eftir að muna eftir honum heilbrigðum! Nei, ég er nú bara að stríða þér, þetta var oft sagt við mig þegar Elías var að byrja, hann slapp blessunarlega vel frá öllu veikindaveseni.
Hanna Líba (IP-tala skráð) 30.5.2008 kl. 09:50
Vó verður gaman að fylgjast með húsabreytingum hjá ykkur. Þú verður að setja inn myndir jafn óðum kona :)
Pálína (IP-tala skráð) 30.5.2008 kl. 14:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.