Já já ég er bara með markmið kallinn minn

Ég hef svona verið að huga að markmiðinu sem ég setti mér um áramótin, koma mér í gott hlaupaform. Þetta er allt saman í vinnslu og bæti ég tímann hægt og rólega. Núna ætla ég að lengja vegalengdina í 8 km í kvöld. Markmiðið er sem sagt að koma sér í gott hlaupaform, hvað er gaman af því nema að taka þátt í einu hlaupi eða svo. Fór inn á www.hlaup.is og við höfum ákveðið að taka þátt í Jökulsárhlaupinu, ég ætla að taka 13 km og Einar 20 km. Það verður bara einhver að koma með okkur í útilegu í Ásbyrgi helgina 27. júlí og passa Krumma á meðan við hlaupum Smile Einnig óska ég eftir fólki til að koma með í útilegur í sumar Wink Fáum tjaldvagninn þegar við viljum, krókurinn er kominn á bílinn...

Í maí er búið að vera mjög gott veður, hef sjaldan verið eins brún og núna og sumarið rétt að byrja ... söss hvar endar þetta og tjellingin á leiðinni til Mallorca eftir 17 daga... er sko brúnni en Einar, þá er sko meira sagt Grin

Sonur minn er eins og flest börn á hans aldri, gjörsamlega ofvirkur og það heldur manni barasta í dúndurformi að eltast við hann og vera með stanslausa dagskrá á daginn. Fórum í sund í morgun og labbitúr. Gerðumst svo "sveitó" og keyrðum Eyjafjörðinn eftir hádegið og keyptum okkur ekta sveitaís, heimagerður beint úr beljunni. Það var hægt að fá baileys, bjórís, karamellu og bara allt sem þér dettur í hug, Skyrís og fleira.

Tinna tanaða kveður að sinni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, við verðum á flakki um landið síðustu vikuna í júlí og fyrstu vikuna í ágúst... kíkjum pottþétt norður (og niður!) þannig að við sjáumst örugglega í sumar... ég tala nú ekki um þegar þú mátt vera að því að kíkja í bæinn.

Annars ætla ég að taka þátt í hlaupi líka... ætla að taka tveggja kílómetra hlaupið með trukki... tveir hringir í kringum Tjörnina... alein... haha

Ragna (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 13:02

2 identicon

hehe góð Ragna skora á þig að taka 2 km ;)

Hlakka til að sjá ykkur í sumar 

Tinna Brá (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 21:27

3 identicon

Jójó skokkmaster Tinns..!

Ég sé að fleiri hafa legið í ís um helgina en ég haha! En ég er til í útilegu, geturu ekki siglt á tjaldvagnum yfir í Flatey, ég er með flatey á heilanum þessa dagana!

En skokk á morgun. Ómægad, Bannað að myrða mig!

Hrabbis (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 22:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

brabra bloggar

Höfundur

Tinna Brá Baldvinsdóttir
Tinna Brá Baldvinsdóttir
Er nemi í arkitektrúr á þriðja ári í Listaháskóla Íslands. Bý á Akureyri þessa stundina með börnunum mínum tveimur, Krumma og Einari :)
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • lokaverkefnid
  • lokaverkefnid.tiff
  • IMG_9968
  • IMG 9699
  • IMG 9697

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband