6.6.2008 | 23:26
Allt og ekkert
Ég er óttalega léleg að setja inn myndir á bloggið, einfaldlega vegna þess að ég blogga alltaf í fartölvunni en myndirnar set ég inn á heimilistölvuna bæti úr því sem fyrst.
Í dag var frekar gott veður, mikill hiti en þó köld gola. Gott í skjóli sem sagt. Þar sem það var verið að vinna/rústa garðinum hérna í dag með steypusögun, gröfu og látum þá varð Krummi að sofa inni. Ég hékk náttúrulega inni, ferlega fúlt. Það gengur mikið á hérna þessa dagana, fólkið fyrir neðan okkur að pakka og henda dóti.. allt saman gerist þetta beint fyrir utan gluggann hans Krumma. Hann vaknaði við lætin í gær og vakti í tvo klukkutíma, við vorum orðin ansi þreytt. Létum hann aðeins væla og þá ældi hann bara... úff algjört rugl þetta kvöld. Svo vöknuðum við kl 7:30 við steypusögun, enginn smá hávaði sem fylgir því. Það er sem sagt verið að breikka stæðið, setja hurð á kjallarann, jafna lóðina, þökuleggja, fella tré,setja svalahurð, gera pall, steypa plan og veggi.. vááá hvað þetta verður "gaman" nenni svo innilega ekki að standa í þessu veseni, en þetta verður flott þegar búið er
Tíminn er svo fljótur að líða, erum að fá slatta af gestum næstu helgi. Hlakka ekkert smá til að fá fjölskylduna mína og hluta af Einars fjölsk. Krummi hefur gaman af því að hitta fólkið sitt, sem er alltof sjaldan
Á morgun er stefnan tekin á kvennahlaupið, Hrabba og Aldís ætla að skokka memm og kíkja í sund og kósý. Síðan verður stelpudjamm hjá Hrabbaling í höllinni hennar. Hlakka mikið til að komast út aðeins. Það er alveg nauðsynlegt fyrir svona mömmur sem hitta ekki marga á daginn og svona..
p.s note for my self, hef ekki farið út að hlaupa síðan á mánudag. Skamm skamm !!
Gamla er farin að lúlla
kv. Tinna Brá
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
brabra bloggar
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
djís, þið eruð svo öflugar í að hreyfa ykkur að maður fær næstum samviskubit... en bara næstum. Ég held því bara áfram að hella í mig hitaeiningaríkum veigum um helgar með góðri samvisku.
Ragna arkmaster (IP-tala skráð) 8.6.2008 kl. 12:29
nei hæ fyndið að finna þig hér :) já endilega verum svartsýnar saman. Sakna líka íbúðarinnar. hlakka til að fara aftur í náinni framtíð.
:) hvernig gengur annars.
er með mail ingvalg@hotmail.com sendu á mig línu.
Ingunn Henriksen (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 11:35
Það er mjög hentugt að þessi blogfærsla var birt áður en umrætt skokk átti sér stað, lætu mig líta mjög vel út haha!
En ég stend mig í tjúttinu, Muggison og læta! veivei! Er upphitun einhverstaðar?
Kveðja
Hrabbsi
Hrabba (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 21:05
Hæ hæ skokkari.....
til hamingju með neðri hæðina... EINBÝLISHÚSIÐ.... gott hjá ykkur að stækka þetta bara svona.
En hvernig er það, er ekkert kominn tími á eitthvað djamm eða kaffihús eða eitthvað???
Ég er til, skólinn, brúðkaupið og allt bara búið svo ég hef fullt af tíma.... enda atvinnulaus ennþá ótrúlega mikill tími sem maður hefur ...
Fanney (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 22:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.