H og H

WhistlingHelgin var alveg hreint frábær Smile Svakalega gaman að fá heimsókn, sérstaklega Siggu ömmu frá USA. Krummi var alveg í essinu sínu að fá svona mikla athygli og knús frá öllum. Breki var svo góður að leika við hann, svo sætir saman. Fórum í Kjarnaskóg í gær þar sem það var geðsjúkt veður, mamma vildi fara í sólbað svo það var ansi nice að eyða deginum þar. Fórum ekki á götuspyrnuna því við vorum að elda fyrir alla gestina, ferlega fúl með það. Okkur langað svo að sjá hana, pabbi var bara einn frá 17-21 agalega spenntur yfir þessu.

Í gærkvöldi fórum við svo á Mugison tónleika, retro stefson hituðu upp og svo voru Helgi og Hljóðfæraleikararnir á eftir. Skyldum ekkert afhverju fólk var að kalla sífellt, H og H , H og H, H og H... Þá er það sem sagt Helgi og Hljóðfæraleikarnir. Ekki bjóst ég nú við skemmtun  þar en djöfulli voru þeir hressir, skemmti mér mun betur en þegar Mugison var að spila, hann var samt góður, tók bara fá lög og ekki eins mikil stuðlög. Fórum svo heim kl 1:30 ekki við mikinn fögnuð, algjörir beilerar. Baraa nóg að gera þegar maður er með gesti.

Kíkið á þetta myndband af Helga og hljóðfæraleikarana. Ykkur finnst þetta örugglega spes, það er það en stemmingin var góð. Svona lúða pönk rokk Whistling´

Framkvæmdirnar eru gífurlegar þessa dagana, það var steypt fyrir veggnum á fimmtudag. Magnað að sjá svaka krana yfir öllu húsinu því það er ekki hægt að komast að þessu fyrir aftan. Svo erum við að fara út í tvær vikur, þá ætla þeir að skipta um gler í húsinu, steypa meira, gera pall og svona. Vonandi verður mikið búið þegar við komum heim. Svo þegar við komum heim verður gamla fólkið flutt og við fáum kjallarann afhendan Smile vei vei þá geta allir komið í heimsókn. Á meðan við verðum úti verður fólk í íbúðinni svo verður unnið hérna allan daginn svo það ætti að vera nóg um að vera. Hlökkum ekkert lítið til að komast út, Einar er kominn í frí Cool hefur ekki verið í fríi í heilt ár að ráði. Kærkomið frí framundan sem sagt.

Heyrumst - aldrei að vita nema maður nenni að blogga og setja inn myndir frá Mallorca, lofa engu samt.

Bleble


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ohh......þið bara alveg að fara út;) öfund, öfund hehe:) En góða ferð og skemmtið ykkur rosalega vel. Hlakka til að sjá útlandamyndir þegar þið komið til baka.

Solveig Björk (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 13:41

2 identicon

HAHA H&H!!!!!!!H&H!!!!!!! Þvílíkur kraftur og gleði, synd að missa ykkur svona snemma, þetta kvöld var rather súrt! En hey! hvernig líst ykkur skötuhjúum að koma með mér og Óla á Rub23 við tækifæri, það er alveg massa gott sushi þar! Plönum-plönum!

hrabba (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 09:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

brabra bloggar

Höfundur

Tinna Brá Baldvinsdóttir
Tinna Brá Baldvinsdóttir
Er nemi í arkitektrúr á þriðja ári í Listaháskóla Íslands. Bý á Akureyri þessa stundina með börnunum mínum tveimur, Krumma og Einari :)
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • lokaverkefnid
  • lokaverkefnid.tiff
  • IMG_9968
  • IMG 9699
  • IMG 9697

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband