Þá get ég hætt að fara í bíó loksins

Jæja þá er hámarkinu náð. Bíómiðinn kominn upp í 1000 kr !! frábært. Bóóferð fyrir okkur hjúin væri þá 2000 kr + popp og kók = 3000 kr. Svo þarf að fá barnapíu þar sem engir ættingjar búa á staðnum . Það gerir þá 4000,- kr í það heila. Bara gefins Smile Borgar sig bara að fara og kaupa flottan flatskjá og skella poppi í örbylgjuna því þú ert fljótur að fara upp í háa upphæð ef þú ferð stöku sinnum í bíó. En þetta er bara flott, því núna hef ég tekið ákvörðun, ég ætla aldrei aftur í bíó.

Sama góða veðrið í dag, ætlum í heimsókn í barnapössunina (fór út að hlaupa í gær) ætlum bara að heimsækja krakkana sem eru þar. Svo ætlum við á róló til verðandi dagforeldra Krumma, hann byrjar þar 1. ágúst Smile 

Við erum farin út í góða veðrið, hérna var sko vaknað kl 6:15 takk fyrir. Eins gott að ég fór að sofa 22:30 eins og gamalli kellingu sæmir Wink 

Heyrumst kv. Tinna og Krummi 


mbl.is Bíómiðinn kominn upp í 1.000 krónur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyr, Heyr. 

Fyrir ári lofaði ég sjálfum mér að kaupa ekki miða í bíó framar og er hingað til búin að standa við það. Þetta eru ekkert nema ræningjar

Hjörtur Hjartarson (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 08:15

2 identicon

Það athyglisverða er að fyrir 10 árum sögðu framkvæmdastjórar bíóhúsanna nákvæmlega hið gagnstæða. Þeas. að gengishækkun væri að valda hækkun á miðaverði, þegar miðinn fór upp yfir 600 krónur. Væri gaman ef einhver fjölmiðilinn myndi nú grafa það upp og birta hliðstætt þessari frétt.

Ég vona að þjóðin láti ekki svona bjána gera sig að fífli.

Jón Flón (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 08:18

3 identicon

1.000.- kr. ???

Ég fór í bíó síðasta föstudag og þá kostaði miðinn 1.100.- ! 

Balsi (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 09:00

4 identicon

Mig langaði bara að benda áhugasömum bíóförum á að það er alltaf ódýrara að kaupa á midi.is.

Miðaverð í Sambíóin er t.d. sem stendur 900 kr. þar í venjulegan sal og 1.900 í lúxussal svo það borgar sig að kaupa á midi.is fyrir þá sem fara oft í bíó.

Bíóunnandi (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 10:19

5 Smámynd: Tinna Brá Baldvinsdóttir

Þetta er reyndar rétt hjá þér Tómas, ég hef farið í bíó í USA t.d og það var svipað dýrt og Íslandi (man ekki nkv verð) Bíóhúsið þar var ekkert betra en hérna heima. Svo það er nokkuð til í þessu. Ég er bara ekki tilbúin í þetta verð :) vissi ekki af midi.is - að þeir selji bíómiða :)

Tinna Brá Baldvinsdóttir, 4.6.2008 kl. 11:00

6 identicon

En ef þér væri boðið ?

Andri (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 15:10

7 Smámynd: Tinna Brá Baldvinsdóttir

úúú þá mæti ég og fussa svo og sveia hvað þetta sé mikið bruðl alla myndina

Tinna Brá Baldvinsdóttir, 4.6.2008 kl. 16:30

8 Smámynd: corvus corax

Þessir bíóeigendur eru ekkert nema ótíndur glæpalýður, okrarar og svikahrappar! Mynd er auglýst kl. 20.00 og svo þarf maður að sæta því fyrstu 10-20 mínúturnar að þola auglýsingar sem bíómafían er búin að selja auglýsendum með aðgang að bíógestum. Það hlýtur að vera krafa að myndin byrji á auglýstum tíma og þeir sem vilja láta nauðga sér með auglýsingasölu gætu bara mætt fyrr og horft á þennan ófögnuð. Ég þarf varla að geta þess að ég og mín fjölskylda erum löngu hætt að láta svindla á okkur í þessari fjárplógsstarfsemi, nóg er samt.

corvus corax, 5.6.2008 kl. 08:24

9 identicon

Tinna í pólítík! Fyrsta mál á dagskrá lækkun á bíómiðum um 10-20%

Hvað seguru annars? Er tjútt á dagskrá um helgina? Höllin á Eyró er laus til partyhalds annað kvöld ef

stemning er fyrir hendi.. Heyrumst!

Hrabba (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 10:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

brabra bloggar

Höfundur

Tinna Brá Baldvinsdóttir
Tinna Brá Baldvinsdóttir
Er nemi í arkitektrúr á þriðja ári í Listaháskóla Íslands. Bý á Akureyri þessa stundina með börnunum mínum tveimur, Krumma og Einari :)
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • lokaverkefnid
  • lokaverkefnid.tiff
  • IMG_9968
  • IMG 9699
  • IMG 9697

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband